Tuesday, December 10, 2002

Tvær smásögur:

Skammtafræðingurinn sem snjóbolta í gegnum rúðurna á skólanum + allt dettur nálægt honum (s.s. kókdósir + allt ólíklegt gerist

Geimfarinn sem fer að svartholinu og kitlar á tánum
Kristin fræði

Eftir að Ormurinn las umfjöllun kristin fræði og kennslu í grunnskólanum (búinn að gleyma hvar kveikjan að blogginu var) ákvað Ormurinn að hafa upp á námsskrá í kristnum fræðum fyrir grunnskóla á vefsvæði menntamálaráðuneytisins.

Þar stendur m.a.:

„Þeir þroskaþættir, sem greininni er einkum ætlað að efla, eru trúar-, siðgæðis- og félagsþroski þannig að nemendur verði sífellt hæfari til að taka ábyrga afstöðu í trúarlegum, siðferðilegum og félagslegum efnum. Með trúarþroska er hér átt við hæfni til að fást við trúarleg viðfangsefni á grundvelli þekkingar og skilnings.“

Síðar segir um siðferði í samfélaginu:

„Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og öllu lífi. Skólinn þarf því að temja nemendum að spyrja um skyldur sínar, réttindi og ábyrgð í samskiptum sínum við einstaklinga, samfélagið og umhverfi sitt.“

Í þrepamarkmiðum 1. bekkjar segir síðan:

„[Nemandi] kynnist kristinni sköpunartrú og skoði sjálfan sig, umhverfi sitt og samskipti við aðra í ljósi hennar“

Svo mörg voru þau orð.

Þegar flett var upp „sköpunartrú“ á Google.com kom fram þessi ágæta grein Sigurðar Hólm Gunnarssonar á Skoðun.is sem bloggari er sammála í mörgum atriðum.